Hlíðarvegur 42, 260 Njarðvík
73.900.000 Kr.
Raðhús
5 herb.
145 m2
73.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1968
Brunabótamat
59.890.000
Fasteignamat
41.350.000

Ásberg fasteignasala kynnir;

Ásberg fasteignasala kynnir í einkasölu fallegt fjögra herbergja raðhús að Hlíðarvegi 42 í Reykjanesbæ.

Eignin er skráð 145 m², þar af er bílskúr 22 m² með gryfju og kjallara undir öllum skúrnum. Íbúðin er vel skipulögð, alrými er opið og bjart.   
Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð undanfarin ár, baðherbergi, gólfefni og skápar. Þak var endurnýjað árið 2021 og einnig hafa gluggar verið endurnýjaðir að hluta til.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í leikskóla, skóla og ýmsa þjónustu.

Nánari lýsing eignar:
Anddyri með flísum á gólfi og fataskáp, hitalögn í gólfi.
Þvottahús með flísum á gólfi og vélar í vinnuhæð.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi, opið í alrými.
Eldhús með parketi á gólfi, innrétting, helluborð, ofn, vifta og uppþvottavél. 
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi, hurð út á stóra afgirta verönd með heitum potti.
Herbergisgangur með parketi á gólfi.
Herbergin eru þrjú með parketi á gólfum, skápar í öllum herbergjum. Fataskápar á gangi er nýlegur.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, hitalögn í gólfi. Þar er innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta.
Hurð í bílskúrinn af veröndinni, en þar er ný flotað gólfið. 
Húsið var heilmúrað að utan, skipt um alla glugga og hurðir á framhlið hússins. Nýtt þakjárn á húsi. 
Búið að endurnýja neysluvatnslagnir og skolplagnir. Gatan er öll ný endurgerð og malbikuð. Það er hússjóður.

Bílaplan og stéttar eru steyptar með hitlögn. Verönd á baklóð með skjólveggjum og heitum potti.

Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Ásbergs í síma 421-1420 eða á skrifstofu að Hafnargötu 27. www.asberg.is  [email protected] 

Jón Gunnarsson, löggiltur fasteignasali í síma 894-3837, [email protected]
Þórunn Einarsdóttir síma 898-3837,
Jón Gunnar Jónsson  849-3073, [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Ásberg fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skolp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Jón Gunnarsson Lgf  Fasteigna- og skipasali  Sími 894-3837
Þórunn Einarsdóttir Fasteigna- fyrirtækja og skipasali Sími 898-3837
Jón Gunnar Jónsson Fasteigna- og skipasali Sími 849-3073 

Vantar allar eignir á skrá. Frítt sölumat.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.