Vesturgata 13A, 230 Keflavík
49.900.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
221 m2
49.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2001
Brunabótamat
67.500.000
Fasteignamat
42.850.000

Ásberg fasteignasala kynnir einbýlishúsið við Vesturgata í Reykjanesbæ.

Skv. Þjóðskrá Íslands þá er húsið steypt árið 2001, og er 221,1 ferm. að stærð með bílskúr.
Íbúðin er 181,9 fm og bílskúr 39,2 fm.
Nánari Lýsing;

Það er komið inn í anddyri með flísum og fataskáp. Gestaklósett með flísum á gólfi og veggjum við sturtuna.
Hol og gangur með flísum og stigi upp á efti hæðina.
Forstofuherbergi með parketi á gólfi. Parket á húsinu er lélegt.
Eldhús með hvítri eldhúsinnréttingu, flísar á gólfi, opiði í hol og stofu.
Stofa með parketi á gólfi, hurð út á afgirta verönd á baklóðinni úr holi.
Þvottahús með flísum á gólfi, vantar að ganga frá veggjum, ónýt útihurðin.
Efri hæð; Komið upp á stigapall með parketi á gólfi, hurð út á svalir yfir stofunni, ekki frá gengið.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi, fataherbergi innaf.
Barnaherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkar, upphengt klósett, innrétting sem er gömul. Lóðin er frágengin.
Bílskúr er búið að gera herbergi í endanum, bílskúrshurðin farin að riðga og hinar þarf að lagfæra.
Bent er sérstaklega á að kynna sér hitakerfið í húsinu vel, hitakerfið þarfnast lagfæringar.
Hurð í þvottahúsi er í ónýt.
Sýnileg raka ummerki eru undir gluggum á efri hæð og neðri hæð.
Það sést að starri hefur gert sé hreiður undir þakkanti hússins, þarf að loka götum.
 
Ráðleggjum fólki að fá sér fagmann til aðstoða sig við skoðun á eigninni.
Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni.
Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum.
Því leggur seljandi ríka áherslu á  það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árverkni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang að til þess.
Eignin selt í því ástandi sem hún var við skoðun á tilboðsdegi og kaupandi hefur kynnt sér gaumgæfilega og sættir sig við að öllu leiti.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.